Óskar flaug í gegn

Óskar Páll er alvanur því að landa stórlöxum

Lag Óskars Páls Sveinssonar, okkar manns, flaug í gegn í undankeppni Eurovision rétt í þessu. Lagið heitir Is it true og er flutt af Jóhönnu Guðrúnu. Óskar Páll á annað lag í undankeppninni en um næstu helgi fáum við framlag Erlu Gígju svo nú er um að gera að halda kosningafingrunum heitum og tryggja þrjú Skagfirsk lög á úrslitakvöldið. Til hamingju Óskar Páll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir