Óskað eftir umsóknum um byggðakvóta
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
05.03.2010
kl. 10.00
Fiskistofa óskar eftir umsóknum um byggðakvóta á Skagaströnd og á Blönduósi en um er að ræða úthlutun á fiskveiðiárinu 2009/2010.
Auk reglugerðarinnar nr. 82 frá 29. janúar 2010 er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 187/2010 í Stjórnartíðindum.
- Blönduóssbær
- Ákvæði reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Blönduóssbæjar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
- Skipta skal helmingi úthlutaðs byggðakvóta, 50 þorskígildistonnum, jafnt milli umsækjenda sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar, en 50 þorskígildistonnum skal skipt samkvæmt ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar.
- Sveitarfélagið Skagaströnd
- Ákvæði reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Sveitarfélagsins Skagastrandar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
- a) b-liður 1. gr. reglugerðar nr. 82/2010 fellur niður.
- b) 20 þorskígildistonnum verður úthlutað jafnt til fiskiskipa sem uppfylla ákvæði reglnanna og áttu hlutdeild í Húnaflóarækju 1. september 2009.
- c) 80 þorskígildistonnum verður skipt samkvæmt ákvæðum 4. gr. reglugerðarinnar.
- d) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. breytist og verður 25 þorskígildistonna hámarksúthlutun í stað 15. Hámarkið gildi um samanlagða úthlutun úr báðum flokkum, þó skal við úthlutun fyrst reikna að fullu byggðakvóta sem úthlutað er vegna innfjarðarrækjuveiða (Húnaflóarækja).
- e) Fiskiskip eiga rétt á úthlutun úr báðum liðum b og c.
- f) 6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað ... o.s.frv.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.