Óskað eftir stuðningi við uppsetningu lyftu í Frímúrarahúsi

Árni Blöndal hefur sent byggðaráði Skagafjarðar erindi þar sem óskað er eftir fjárstuðning til uppsetningar lyftu í Frímúrarahúsið, Borgarmýri 1
 
Í erindi sínu vekur Árni athygli byggðarráðs á verkefni sem verið er að hleypa af stokkunum. Um er að ræða stofnun sjóðs sem á að hafa það verkefni að kosta uppsetningu lyftu í hús Frímúrara á Sauðárkróki, en salur á efri hæð er mikið notaður við ýmsa menningarviðburði, söngskemmtanir ofl. Aðgegni aldraða og hreyfihamlaðra er afar slæmt og setur starfsemi í húsinu skorður. Innt er eftir hvort sveitarfélagið geti lagt þessu verkefni lið.
Byggðarráð telur sig ekki geta orðið við erindi Árna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir