Orsakir búferlaflutninga kvenna af landsbyggðinni

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum gengst fyrir fyrirlestrarröð á vordögum 2010. Föstudaginn 29. janúar 2010  kl 11:30 verður haldinn fyrirlestur í kennslustofu ferðamáladeildarinnar í skólahúsinu á Hólum í Hjaltadal.

Þar mun Anna Kristín Gunnarsdóttir, meistari í menntunarfræðum, halda erindi sem hún nefnir Orsakir búferlaflutninga kvenna af landsbyggðinni.

Erindi Önnu Kristínar byggir á rannsókn til meistaragráðu í menntunarfræðum. Í rannsókninni var kannað hvaða ástæður liggja til grundvallar ákvörðun um búferlaflutning og sjónum beint sérstaklega að því hvort fábreyttur vinnumarkaður sé meginástæða fyrir búferlaflutningum kvenna. Sérstaklega var kannað hvort vísbendingar fyndust um að langskólagengnar konur flyttust frekar en skólagengnar konur.
Sjónum var einnig beint að aðgerðum stjórnvalda til að styrkja byggð, aðkomu kvenna að þeim og hvort og þá í hve miklum mæli þær aðgerðir hafa tekið mið af óskum og þörfum kvenna.Að fyrirlestri loknum geta gestir keypt hádegisverð að hætti Hólamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir