Örnámskeið Heimilisiðnaðarsafnsins

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi býður uppá nokkur  námskeið á næstu vikum. Um er að ræða svokölluð örnámskeið þ.e. námskeið sem standa aðeins í þrjár klukkustundir í senn.

Námskeiðin sem hér um ræðir eru eftirfarandi: 

  • Að hekla og/ eða gimba - þriðjudaginn 2. mars kl. 18.00 - 21.00
  • Að prjóna handstúkur/perluprjón - þriðjudaginn 9. mars kl. 18.00 - 21.00
  • Að prjóna dúka- þriðjudaginn 16. mars kl. 18.00 - 21.00
  • Að sauma út að eigin vali- þriðjudaginn 23. mars kl. 18.00 - 21.00

 

Athugið að um er að ræða byrjendanámskeið og er miðað við að aðeins séu fimm þátttakendur í hverjum hóp. Skráning og nánari upplýsingar hjá Elínu í síma 452 4287 eða 862 6147

Þá er rétt að geta þess að ekki verður haldið þjóðbúninganámskeið núna í vor en tvö slík voru haldin á sl. ári. Ef einhver vill laga búninginn sinn eða sauma nýjan - peysuföt, upphlut eða barnabúning þá vinsamlegast hafið samband og við munum stefna að slíku námskeiði næsta haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir