Orkan býður landsmönnum mismunandi verð
Eins og heyrst og sést hefur í flestum fjölmiðlum er svokölluð Orkuvernd ný verðstefna Orkunnar og með henni leitast Orkan við að bjóða lægsta og sama verð á eldsneyti í hverju landsvæði fyrir sig. Ef verð á eldsneyti samkeppnisaðila lækkar niður fyrir eða niður að verðinu sem orkan býður, mun verðið á orkunni lækka.
Verðtafla tekin af síðu orkunnar http://www.orkan.is/orkuvernd
Svæði: | 95 okt | Dísel |
Höfuðborgarsvæðið | 191.10 | 188.10 |
Suðvesturhornið | 192.60 | 189.60 |
Suðurland | 185.90 | 182.90 |
Austurland | 195.40 | 192.40 |
Norðurland | 193.00 | 190.00 |
Vestfirðir | 196.40 | 193.40 |
Vesturland | 195.00 | 192.00 |
Starfsmenn styðjast svo við síðuna bensinverd.is við ákvörðun verðlagningu.
bensinverd.is er óháð síða sem birtir verð á eldsneyti á bensínstöðvum olíufélaganna. Á heimasíðu orkunnar kemur fram í upplýsingum um Orkuverndina að starfsmenn orkunnar fylgist grannt með vefsíðunni og styðjist við þær upplýsingar sem þar koma fram.
En er þetta sanngjarnt gagnvart landsbyggðinni þar sem samkeppni er minni? Eins og sést á verðtöflunni er mismunandi verð milli landssvæða, og þar sem samkeppnin er minni skilar verðið sér hærra en þar sem samkeppnin er meiri, dæmi um það er t.d. að á Vestfjörðum og Suðurlandi en þar munar um 11 krónum bæði á bensín og díselverðinu.
Það mætti því segja að einungis þeir sem búa á Suðurlandi séu að græða á Orkuverndinni, fólkið á Vestfjörðum er jú kanski að fá lægsta verðið þar en það er samt sem áður ekki að fá sömu kjör og fólkið sem býr á Suðurlandinu.
Er þetta kanski það sem koma skal? Erum við að sigla inn á tíma þar sem kanski eftir nokkurn tíma verði öll verð innan sömu verslunarkeðju einnig mismunandi eftir landshlutum allt eftir því hvernig samkeppnin á því landsvæði er ? væru allir sáttir ef t.d. munaði 50kr á mjólkurlítranum allt eftir því hvort þú værir staðsettur á Suðurlandi eða Vestfjörðum.
Í stað þess að mismuna landsvæðunum vegna samkeppni er þá ekki gáfulegra að hafa sama verðið á öllu landinu?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.