Orka fyrir Iðju

Þann 19. júní á Kvenréttindadegi Íslands munu kvenfélagskonur í kvenfélaginu Iðju standa fyrir áheitagöngu um Miðfjörð. Tilgangur göngunnar er að safna fé til að koma rafmagni í Réttarsel við Miðfjarðarrétt. Réttarsel er í eigu kvenfélagsins. Yfirskrift göngunnar er: Orka fyrir Iðju.
Gangan hefst klukkan 8:00 að morgni dags og verður gengið frá Melstað (vestan megin) til norðurs. Bifreið mun fylgja gönguhópnum og  sjá um þjónustu við hann á tveggja tíma fresti. Miðfjarðarhringurinn er 40 km. og er áætlað að gangan taki 10 klst. Að henni lokinni verður grillað fyrir göngugarpana.
Í kvenfélaginu Iðju eru 26 konur og var það stofnað 1935.  Iðja er mjög virkt kvenfélag og sér um ýmsar uppákomur í héraði.
Öllum er velkomið að taka þátt í göngunni.  Vinsamlegast hafið samband við Valgerði Kristjánsdóttir sími: 892-4101 eða Guðrúnu Láru síma: 891-8264 til að skrá ykkur í gönguna. 
Vonumst til að sjá sem flesta!
Göngunefnd Kvenfélags Iðju
Miðfirði
Vestur Húnavatnssýslu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir