Órion til verðlauna í Stílnum 2009
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
23.11.2009
kl. 08.29
Félagsmiðstöðin Órion á Hvammstanga gerði góða ferð suður á keppnina Stílinn 2009 og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun.
Þær Iðunn Berta, Kolbrún Lára og Kristín Karen eru allar í 9. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra og kepptu fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Órion. Eins og áður er unnnið út frá ákveðnu þema og er þema keppninnar í ár ENDURVINNSLA.
Feykir óskar Órion til hamingju með árangurinn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.