Órion á leið í Stílinn

Frá félagsmiðstöðinni ÓrionKeppendur frá félagsmiðstöðinni Órion á Hvammstanga halda suður á bóginn um helgina til að taka þátt í hönnunar og förðunarsamkeppninni Stílnum en hún fer fram í Smáralind í Kópavogi  á laugardag.

 Keppendur Órion að þessu sinni eru þær Iðunn Berta, Kolbrún Lára og Kristín Karen, allar úr 9. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra. Þær ætla að gefa fólki kost á að kynna sér hvað þær hafa verið að vinna að fyrir keppnina og munu þær sýna hönnun sína í félagsmiðstöðinni  Órion í kvöld kl. 21:00. Allir eru velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir