Orðið á götunni orðar Gunnar Braga við formannsframboð
Orðið á götunni á Eyjunni er að Gunnar Bragi Sveinsson, einn helsti forystumaður framsóknarmanna í Skagafirði, íhugi að gefa kost á sér til formennsku í flokknum. Þegar hafa þrír tilkynnt um framboð: Höskuldur Þór Þórhallsson alþingismaður, Páll Magnússon bæjarritari í Kópavogi og Jón Vigfús Guðjónsson sjómaður á Akureyri.
Orðið á götunni er að Gunnar Bragi þyki sterkur frambjóðandi vegna þess að hann tilheyri hvorugum þeirra arma sem tekist hafa á í flokknum undanfarin misseri. Hann þykir hafa staðið sig vel sem oddviti sveitarstjórnar Skagafjarðar og á að baki langan feril í flokknum. Hann situr í miðstjórn Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi heldur úti bloggsíðu á vef Morgunblaðsins.
Orðið á götunni er að líkur á formannsframboði Sivjar Friðleifsdóttur séu nú hverfandi. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Magnús Stefánsson alþingismaður hefur velt fyrir sér framboði en ekki gert upp hug sinn
Heimild Eyjan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.