Óprúttinn aðili reynir að stela lykilorðum

Símanum hefur borist tilkynning um að erlendur óprúttinn aðili sé með ólöglegum hætti að reyna að komast yfir lykilorð viðskiptavina sinna sem eru með netföng með endinguna simnet.is.

 

Þessi aðili sendir póst í nafni Símans, (Siminn Webmail) og er það látið líta þannig út að netfang sendanda sé notify@simnet.is

 

Skilaboðin í póstinum, sem er á ensku, eru þau að viðskiptavinurinn eigi að skrá sig inn á vefpóst Símans með því að smella á ákveðinn tengil til að laga öryggisvandamál sem upp sé komið við netfang viðkomandi. Sé smellt á tengilinn opnast innskráningarsíða sem lítur út nánast eins og sú sem Síminn notar.

 

Þessi póstur er ekki frá Símanum kominn og er sagt hjá Símanum að fólk ætti alls ekki fara eftir þessum skilaboðum. Þeir sem slysast til að skrá netfang og lykilorð verða við fyrsta tækifæri að breyta lykilorði sínu að tölvupóstinum.

 

Hægt er að breyta því með því að fara á www.siminn.is – Netið – Vefpóstur, eða með því að smella hér: https://thjonustuvefur.siminn.is/internet/lykilord/breyta.jsp

Innihald póstsins lítur svona út:

 

Your Siminn Webmail account have been flagged for security issues

Log In into your Email account to resolve the problem.

Click here to Log In

Vonast er til að tölvupósturinn frá þessum óprúttna aðila valdi ekki vandræðum, segir í tilkynningu frá Símanum

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir