Opinn borgarafundur um greiðsluvanda heimilanna í kvöld
feykir.is
Skagafjörður
29.09.2009
kl. 10.01
Aldan stéttarfélag stendur fyrir opnum borgarafundi um greiðsluvanda heimilanna í sal Fjölbrautarskólans á Sauðárkróki í kvöld kl. 20:00.
Frummælendur á fundinum verða Þórólfur Matthíasson, prófessor, Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, Gunnar Bragi Sveinsson og Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Fundurinn fer fram í Fjölbrautarskólanum.
Framsögumenn munu síðan sitja í pallborði að framsögum loknum. Alþingismönnum kjördæmisins er boðið að sitja fundinn.
Allir eru velkomnir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.