Opin fundur á Hótel Mælifelli
feykir.is
Skagafjörður
20.08.2009
kl. 09.17
Vinstri græn í Skagafirði boða til opins fundar á Hótel Mælifelli í dag, fimmtudaginn 20. ágúst kl. 20:30. Á fundinum verða Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra auk alþingismannanna Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur og Ásmundar Einars Daðasonar.
Búast má við líflegum umræðum eftir erfið mál hjá stjórnmálamönnum landsins og vonast Vinstri græn í Skagafirði til að sjá sem flesta á fundinum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.