Opið Ísmót Riddara Norðursins
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
11.02.2010
kl. 10.41
Ef veður leyfir verður haldið ísmót á Tjarnartjörninni, sunnan við Reiðhöllina Svaðastaðir á Sauðárkróki, sunnudaginn 14. feb. næstkomandi, kl. 13:00.
- Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
- A-flokkur (sýna þarf tölt, brokk og skeið)
- B-flokkur (sýna þarf hægt tölt, brokk og greitt tölt)
- Tölt (sýna þarf hægt tölt, hraðabreytingar og greitt tölt)
- Tölt Yngri flokkur (16 ára og yngri) (sýna þarf hægt tölt, hraðabreytingar og greitt tölt)
- Tölt minna keppnisvanir (sýna þarf hægt tölt, hraðabreytingar og greitt tölt)
- Riðnar verða fjórar ferðir í hverjum flokki . Úrslit eftir hvern flokk. Skráningargjald kr. 1.000,-
- Skráning hjá Munda í síma 895-6409 fyrir kl.13:00 laugardaginn 13/2.
- Allar upplýsingar má sjá á heimasíðu: www.123.is/riddarar/
- Riddarar Norðursins
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.