Opið hús í kvöld hjá Nesi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
25.02.2010
kl. 08.43
Nes listamiðstöð verður með Opið hús í kvöld, fimmtudaginn 25. febrúar, frá klukkan 18 til 21 þar sem listamenn febrúarmánaðar munu sýna gestum og gangandi afrakstur dvalar sinnar á Skagaströnd.
Í febrúar hafa 10 listamenn dvalið á Skagaströnd, unnið að list sinni og ekki síður hafa þeir sankað að sér efni til frekari listsköpunar. Þeir eru:
- Nadine Poulain Vídeo, Þýskalandi
- Franz Rudolf Stall, ljósmyndari og keramik, Frakklandi
- Erla S. Haraldsdóttir, myndlist og videó, Íslandi
- Craniv Boyd, myndlist og videó, Bandaríkjunum
- Morgan Levy, ljósmyndari, Bandaríkinjunum
- Jee Hee Park, blönduð tækni, Suður-Kóreu
- Paola Leonardi, ljósmyndari, Englandi
- Margaret Coleman, myndhöggvari, Bandaríkjunum
- Anna Marie Shogren, dansari, Bandaríkjunum
- Mari Mathlin, myndlist, Finnlandi
Skagstrendingar sem og aðrir gestir eru hvattir til að líta inn að Fjörubraut 8 og kynna sér starfsemi listamiðstöðvarinnar, skoða verk listamannanna og ekki síst kynnast þeim og viðhorfi þeirra. Allir eru hjartanlega velkomnir.
/Skagaströnd.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.