Opið hús hjá Nesi listamiðstöð 25. febrúar

Það verður opið hús hjá Nesi listamiðstöð á Skagströnd fimmtudaginn 25. febrúar frá klukkan 18 til 21. Listamenn febrúarmánaðar munu sýna gestum og gangandi afrakstur dvalar sinnar hér á Skagaströnd en í febrúar hafa 10 listamenn dvalið á Skagaströnd við leik og störf.

Listamennirnir sem um ræðir eru þessir:

Nadine Poulain, Vídeo, Þýskaland
Franz Rudolf Stall, Ljósmyndari og keramik, Frakkland
Erla S. Haraldsdóttir, Myndlist og videóÍsland
Craniv Boyd, Myndlist og videó, Bandaríkin
Morgan Levy, Ljósmyndari, Bandaríkin
Jee Hee Park, Blönduð tækni, Kórea
Paola Leonardi, Ljósmyndari, England
Margaret Coleman, Myndhöggvari, Bandaríkin
Anna Marie Shogren, Dansari, Bandaríkin
Mari Mathlin, Myndlist, Finnland

Endilega kíkið við og kynnið ykkur listamennina og starfsemina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir