Ólína óskar eftir fundi um samruna Mjólku og KS
feykir.is
Skagafjörður
11.12.2009
kl. 09.51
Vísir greinir frá því að Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir sameiginlegum fundi viðskiptanefndar og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar vegna fyrirhugaðs samruna Mjólku og mjólkurbús Kaupfélags Skagfirðinga.
Kaupfélagið á hlut í Mjólkursamsölunni, en hún er með yfirgnæfandi markaðshlutdeild, þannig að samkeppni á þessu sviði yrði úr sögunni. Eins og fram kom í gær gerir Samkeppnisstofnun athugasemd við samrunann, en búvörulög eru æðri en samkeppnislög.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.