Ökumenn í vandræðum

Mikill snjór og og tölvert garg hefur verið í veðrinu í Húnavatnssýslum og lentu ökumenn í vandræðum í gær en mikil hálka og hvassviðri var þá víða á Norðurlandi.

Að sögn Lögreglunnar á Blönduósi endaði bíll utanvegar í gær við Vatnshorn skammt frá Vatnsnesvegi. Þá fóru fjórir bílar út af veginum í Langadal og einn árekstur sem einnig var í Langadal er skráður í bækur lögreglunnar en að þeirra sögn sluppu allir við meiðsli. Ástæður óhappanna má rekja til hálku og hvassviðris og eru ökumenn hvattir til að sýna fyllstu aðgát séu þeir á ferðinni um þjóðvegi landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir