Ofurlitlar duggur á Suðurgarðsvíkinni

Siglingaklúbburinn Drangey stendur fyrir siglinganámskeiðum í sumar. Þegar Sk.com átti leið í bæinn í gærmorgun í blíðskaparveðri voru siglingakempur að gera sig klárar. Þá voru einnig krakkar í Sumar TÍM við leik í fjörunni í víkinni við Suðurgarðinn sem hefur heldur betur slegið í gegn í sumar.Að sögn Hallbjörns Björnssonar hjá Siglingaklúbbnum Drangey eru klúbbfélagar hæstánægðir með þátttöku á námskeiðum sumarsins en yfir 40 krakkar hafa skráð sig til leiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir