Öflug starfsemi Heimssýnar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
11.11.2009
kl. 09.09
Að undanförnu hefur verið mikið að gerast hjá Heimssýn – hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Stofnuð hafa verið félög í öllum landshlutum, nú seinast eru að bætast við þrjú félög, fyrir Þingeyjarsýslu, Húnavatnssýslur og Suðurnes.
Fjölmenni hefur mætt á þessa fundi og umræður verið líflegar enda mikill hugur í andstæðingum aðildar Íslands að ESB eins og skoðanakannanir gefa til kynna.
Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum heldur aðalfund sinn í sal Þjóðminjasafnsins sunnudaginn 15. nóvember næstkomandi kl. 13:30-17. Fundurinn er öllum opinn. Dagskrá fundarins er að finna á heimasíðu Heimssýnar.
Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.