Óbreyttur rekstur á Reykjum

Byggðaráð Húnaþings vestra hefur samþykkt að húsaleiga til Reykjatanga ehf vegna skólabúðanna að Reykjum verð óbreytt frá fyrra skólaári.

Þá hafa Karl Örvarsson og Halldóra Árnadóttir, rekstaraðilar skólabúðanna óskað eftir því að hluti rekstrarsamnings búðanna verði endurskoðaður.

Ákveðið hefur verið að gjald nemenda í búðirnar verði óbreytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir