Nýtt þrekhjól tekið til kostanna á HSB eftir góðan styrk

Stjórn Styrktarsjóðsins ásamt stjórnarmönnum Hollvinasamtakanna. Sigríður Eddý, Valgarður, Erla Ísafold, Sigurlaug Þóra, Guðrún og Jóhann. Á myndina vantar Guðmund Finnbogason og Sigríði Stefánsdóttur. MYND: HLYNUR TRYGGVASON
Stjórn Styrktarsjóðsins ásamt stjórnarmönnum Hollvinasamtakanna. Sigríður Eddý, Valgarður, Erla Ísafold, Sigurlaug Þóra, Guðrún og Jóhann. Á myndina vantar Guðmund Finnbogason og Sigríði Stefánsdóttur. MYND: HLYNUR TRYGGVASON

Húnahornið segir af því að stjórnarfundur var haldinn þann 21. mars hjá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Eftir fundinn mætti stjórn Styrktarsjóðs A-Hún, þau Valgarður Hilmarsson formaður, Erla Ísafold Sigurðardóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir, og færðu samtökunum rausnarlega gjöf, kr: 500.000, upp í kaup á þrekhjóli fyrir skjólstæðinga 3. og 4. hæðar spítalans.

Í fréttatilkynningu sem Hollvinasamtökin sendu á Húnahornið segir: „Við andlát Sigríðar B. Baldursdóttur styrktu ættingjar, vinir og vinnufélagar samtökin um tæplega 300.000. Sjúkraþjálfurunum þeim Angelu og Ásdísi Öddu var falið að panta hjólið hið snarasta og nú geta tveir hjólað saman og horft um leið á fallega staði um víða veröld í nýja sjónvarpinu. Höfum það í huga að Hollvinasamtökin vinna að því að íbúar sýslunnar sem þess þurfa, geti notið góðs af starfseminni.“

Styrktarreikningur Hollvinasamtaka HSB er: 0307 26 270 kt: 490505 0400 og alltaf er tekið vel á móti nýjum félögum í netfanginu: sillahemm@simnet.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir