Nýtt sjálfstæðisfélag í Skagafirði

Arnljótur Bjarki nýr formaður Sjálfstæðisfélags Skagfirðinga

Í gærkvöldi var haldinn stofnfundur eða sameiningarfundur í Ljósheimum þar sem runnu saman í eitt félag, Sjálfstæðisfélag Sauðárkróks og Sjálfstæðisfélag Skagafjarðar.

Hið nýja félag fékk nafnið Sjálfstæðisfélag Skagfirðinga og tekur til allrar sýslunnar. Samkvæmt heimildum Feykis.is var góður andi á stofnfundinum og mikill áhugi og fullur hugur félagsmanna að blása til sóknar og efla starfið og undirbúa kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Stefnt er á að halda fyrsta aðalfund félagsins þann 11. janúar á n.k.

 Ný stjórn Sjálfstæðisfélags Skagfirðinga er skipuð eftirfarandi:

Arnljótur Bjarki Bergsson formaður
Guðný H. Axelsdóttir varaformaður
Björn Björnsson ritari
Ari Jóhann Sigurðsson gjaldkeri
Jón Magnússon meðstjórnandi 

Í varastjórn sitja:

Gunnar Steingrímsson
Gunnar Björn Rögnvaldsson
Arnór Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir