Nýtt matvælafrumvarp, innflutningur á hráu og ófrosnu kjöti bannaður
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason hefur mælti fyrir s.k.matvælafrumvarpi á Alþingi. Frumvarpið sem nú er lagt fram er nokkuð mikið breytt frá því sem það var í þau tvö skipti sem það hefur áður verið lagt fram og þá án þess að ná samþykki.
Í frumvarpi Jóns Bjarnasonar eru veigamiklar breytingar er varða innflutning á ófrosnu kjöti sem skv.
frumvarpinu er bannaður. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði m.a. um það atriði í framsöguræðu sinni á Alþingi:
"Frumvarp þetta er í samræmi við efnisákvæði ákvarðanna sameiginlegu EES-nefndarinnar að öðru leyti en því að innflutningsbann á hráu kjöti samkvæmt 10. gr. laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim
helst og er ekki afnumið. Sama á við um alidýraáburð og rotmassa sem er blandaður alidýraáburði en slíkur innflutningur er óheimill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.