Nýtt bókunarkerfi í ferðaþjónustu
Síðastliðið ár hefur vinnuhópur og starfsmaður á vegum Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði unnið að því að auka sölutækifæri í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra.
Niðurstaða þeirrar vinnu liggur nú fyrir og verður kynnt á fundum miðvikudaginn 3. febrúar. Ákveðið hefur verið að stofna einkahlutafélag um rekstur netsölukerfisins Icelandbooking.is og stendur öllum ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu til boða að selja vörur sínar þar, og/eða gerast hluthafar. Góður söluvefur er hagkvæmasta og ódýrasta markaðstækið sem völ er á í dag, bæði til að auka sölu á stærri markaði og draga úr kostnaði. Sem dæmi um vel heppnaða söluvefi sem byggja á sama kerfi og Icelandbooking.is mun gera, má benda á vef Reykjavík Excursions, www.re.is, þar sem sala hefur margfaldast síðan hann var tekinn í gagnið. Hlutafjársöfnun er þegar farin af stað og verkefnið er auk þess styrkt af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra. Áætlað er að vefur Icelandbooking opni í mars/apríl.
Kynningarfundirnir verða á eftifarandi stöðum miðvikudaginn 3. febrúar.
· Kl. 09:30 – Hótel Varmahlíð
· Kl. 13:30 – Hótel Blönduós
· Kl. 16:30 – Sveitasetrið Gauksmýri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.