Nýsköpunarglaðir skagfirskir nemendur og skólar

Varmahlíðarskóli á flesta nemendur í úrtakinu.

Sagt er frá því á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að nú er búið að velja til úrslita í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda árið 2009. Af þeim 2700 umsóknum sem bárust komust 45 nemendur í úrslit með verkefni sín. Nemendur þessir koma frá 23 skólum af öllu landinu en skemmst er frá því að segja að af þessum 45 nemendum sem komust áfram með verkefni sín eru 10 nemendur með 8 verkefni úr grunnskólunum í Skagafirði.

Næstu skref fyrir krakkana er að mæta í vinnusmiðju helgina 5. - 6. september næstkomandi en þar koma þau saman undir leiðsögn leiðbeinenda og fá tækifæri til að útfæra hugmynd sína nánar, útbúa plakat, líkan eða framsetningu sem lýsir hugmyndinni sem best. Að því starfi loknu tekur verðlaunanefnd við og metur hvaða þátttakendur komast á verðlaunapall.

Óhætt er að segja að skagfirskir skólar og nemendur standa sig vel og eru góður vitnisburður um héraðið okkar. Við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur og óskum þeim góðs gengis í úrslitakeppninni.

Eftirtaldir nemendur komust í úrslitakeppnina:

Frá Árskóla / Verkefni

Finnbogi Bjarnason, Hnakkastatíf

Sigurður Jóhann Árnason, Borðhjálpari

Frá Grunnskólanum austan Vatna / Verkefni

Fanney Birta Þorgilsdóttir, Teklemman

Grétar Snær Sveinsson, Öryggispönnulok

Frá Varmahlíðarskóla / Verkefni

Anna Baldvina Vagnsdóttir, Garðasópari

Gréta María Halldórsdóttir, Hjálparístað

Gunnar Freyr Gestsson, Grjóttína

Kristófer Sindri Pétursson, Grjóttína

Einar Örn Gunnarsson, Staðsetningaýlir

Haukur Ingi Marinósson, Staðsetningaýlir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir