Nýr vert á Ábakkanum

Björn Þór Kristjánsson hefur tekið við rekstri á Árbakkans á Blönduósi. Björn Þór rekur samhliða Árbakkanum veitingastaðinn Pottinn og Pönnuna og félagsheimilið. Fyrst um sinn verður Árbakkinn einungis opinn við sérstök tækifæri auk þess sem grunnskólanemendur fá þar að borða í hádeginu.

 

-Við verðum áfram með pöbba og kaffihúsastemningu á Ábakkanum og síðan verður meiri áhersla á matinn á Pottinum, segir Björn Þór sem segist vera bjartsýnn á reksturinn. -Það hjálpar mikið í svona rekstri að hafa eitthvað fast í hendi eins og skólamatinn og ég er bara bjartsýnn á framhaldið. Pottinum og Pönnunni hefur verið gríðarlega vel tekið síðan staðurinn opnaði og Árbakkinn á einnig sinn stóra hóp reglulegra viðskiptavina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir