Nýr Tindastólsgalli komin í sölu

Eins og sjá má er gallinn hinn klæðilegasti. Módel: Lilja Ólafsdóttir

Nýr Tindastólsgalli er kominn í sölu í Tískuhúsinu á Sauðárkróki en það er Anna Sigríður Stefánsdóttir, eigandi búðarinnar, sem hannaði og lét framleiða gallann í nánu samráði við fatanefnd og stjórn Tindastóls.
Gallinn er frábrugðin þeim gamla að því leyti að buxurnar eru svartar og þá er sniðið þrengra auk þess sem treyjan er með hettu og svörtum lit á móti hinum hefðbundna vínrauða.

Buxurnar koma beinar síðbuxur, síðubuxur með stroffi og kvartbuxur með stroffi. Tvenns konar snið er á peysunum annað fyrir börn og hitt fyrir unglinga og fullorðina.

Tískuhúsið verður einnig með sokka úr Tindastólslínunni.

Gallar í minni stærðum eru mertkir á baki en ekki í fullorðinsstærðum.

Gallinn er líkt og áður frá Henson og kom fyrsta sending í Tískuhúsið í gær en hjá Henson sitja menn sveittir við að sauma og sauma svo allir geti nú klæðst hinum nýja galla á Króksmóti í ágúst.

Það skal tekið fram að ekki er lengur heimilt að láta framleiða varning merktan Tindastóls án þess að fá til þess leyfi hjá aðalstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir