Nýnemadagur á morgun

eva pandóraEva Pandóra Baldursdóttir formaður stjórnar nemendafélags FNV er í viðtali í Feyki sem kom út í morgun. Í viðtalinu segir Eva Pandóra að ofbeldi í vikunni fyrir busavígslu, fyrstu viku skólans hafi verið komið úr böndunum.
Því hafi nemendafélagið og skólastjórnendur ákveðið að  afnema þessa hefðbundnu busun eins og hefur verið gert í flestöllum framhaldsskólum landsins. Þess í stað verður á morgun föstudag boðið upp á Nýnemadag þar sem nýnemar verða vígðir inn í skólann á aðeins öðruvísi hátt. -Þetta verður í ratleikjaformi og leggjum við áherslu á skemmtun umfram allt. Ég get því miður ekki upplýst mikið um þennan Nýnemadag þarsem þetta á að koma nýnemunum á óvart á föstudaginn en ef þið hafið opin augun á föstudagseftirmiðdeginum þá getið þið ábyggilega greinlega séð glitta í nýnema skólans í ratleiknum um götur bæjarins. Svo endum við þetta með skemmtilegheitum og góðgæti fyrir nemendur skólans, nýnema jafnt sem eldri nemendur, segir Eva Pandóra meðal annars í skemmtilegu viðtali við Feyki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir