Nýji leikskólinn ber nafnið Vallaból
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
22.12.2008
kl. 09.52
Fimmtudaginn í síðustu viku fór fram vígsla á nýja leikskólanum á Húnavöllum. Dagskrá hófst með því að Jens P Jensen sveitarstjóri rakti undirbúning framkvæmda og byggingarsögu leikskólans og afhenti Ingibjörgu Jónsdóttur leikskólastjóra lyklavöldin af skólanum. Oddviti Húnavatnshrepps Björn Magnússon bauð gesti velkomna og flutti ávarp.
Nýtt nafn á leikskólanum var kynnt en á heimasíðu sveitarféagsins hafði farið fram nafnasamkeppni og hlaut nafnið Vallarból náð fyrir augum dómnefndar sem skipuð var fulltrúum leikskólans, sveitarfélagsins og fræðslunefndar. Alls bárust tillögur frá 19 aðilum í nafnasamkeppnina en vinningstillöguna átti Þóra Sverrisdóttur á Stóru-Giljá.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.