Nýir meirihlutar en engar viðræður
Það er ljóst að ekki þarf að fara í neinar meirihlutaviðræður í Húnavatnssýslum að loknum sveitastjórnarkosningum en nýir meirihlutar munu engu að síður líta dagsins ljós.
Á Skagaströnd kom einungis fram einn listi og telst hann því sjálfkjörinn.
Á Blönduósi þar sem allir flokkar höfðu farið með völd komu fram tvö framboð. S listi Samfylkingar og L lista fólksins sem hafði sigur með fjóra menn kjörna á móti þremur mönnum S lista. Ljóst er að L listi mun áfram óska starfskrafta Arnar Þórs Sævarssonar, bæjarstjóra.
Í Húnavatnsshreppi vann E listinn sigur og hlaut 4 sveitastjórnarfulltrúa á móti þremur hjá A lista það er því ljóst að Björn Magnússon mun ekki halda oddvitasæti sínu. Ekki er vitað um stefnu E lista varðandi sveitastjóra.
Í Húnaþingi vestra hlaut D listi 4 menn kjörna og náði þar með hreinum meirihluta. B listi hlaut 2 menn og S listi 1. Áður voru D og B listi í meirihluta í Húnaþingi vestra. það er því ljóst að einhverjar breytingar verða á. Ekki liggur fyrir hvort Skúli Þórðarson verði endurráðinn sveitastjóri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.