Ný vaðlaug á Hvammstanga

Byrjað var á að taka steypuplötur út fyrir girðingu. Mynd: 123.hvt.is

Í síðustu viku var hafist handa við byggingu vaðlaugar við sundlaugina á Hvammstanga. Reynd að smíða ehf. átti lægsta tilboð.

 Á Hvammstangablogginu segir að byrjað hafi verið á því að saga úr stéttinni fyrir lögnum og vaðlauginni, og lyfta steypuflekunum út fyrir girðingu en um það verk sáu Ási Ben og Pétur Guðbjörns.

Tvö tilboð bárust í 1. áfanga að byggingunni

Frá Tveimur smiðum ehf. kr. 9.143.217-

Frá Reynd að smíða ehf. kr. 9.125.210-

Kostnaðaráætlun hönnuðar er kr. 6.000.000-

 

Myndir er hægt að skoða HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir