Ný Samstaða
Það var jákvæðni og bjartsýni ríkjandi á stofnfundi á Staðarflöt í Hrútafirði s.l. laugardag, en þá sameinuðust Verkalýðsfélag Hrútfirðinga og Stéttarfélagið Samstaða í eitt félag sem mun bera nafn þess síðarnefnda.
Á stofnfundinum hlýddu fundargestir á fallegan söng og undirleik sem kennarar og nemendur tónlistarskólanna á svæðinu fluttu. Sérstaka hrifningu vakti söngur lítillar stúlku sem söng Maístjörnuna með sannkallaðri englarödd. Kosið var til stjórna og nefnda til aðalfundar 2010. Ásgerður Pálsdóttir var kosin formaður félagsins. Lög og reglugerðir fyrir félagið voru samþykkt á fundinum. Þau verða svo prentuð og send til félagsmanna. Fjárhagslegur samruni félaganna verður ekki fyrr en um áramót, svo að greitt verður áfram til gömlu félaganna til áramóta. Nánar verður sagt frá undirbúningi sameiningannar og fundinum í kynningarblaði sem kemur út fyrir jólin.
/samstaða.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.