Ný heimasíða lögreglunnar á Sauðárkróki

Lögreglan á Sauðárkróki opnaði í gær nýja vefsíðu http://www.logreglansaudarkroki.is .  Er tilgangur síðunnar að auðvelda íbúum Skagafjarðar aðgang að lögreglunni og fyrir lögreglu að koma upplýsingum og ýmsu öðru efni til íbúanna.

Síðan er enn í mótun enda um lifandi vef að ræða sem mun verða í sífelldri uppfærslu og endurskoðun. Meðal efnis á síðunni er möguleiki á því að koma nafnlausum upplýsingum til lögreglu og einnig er hægt á auðveldan hátt að hafa samband við einstaka starfsmenn lögreglunnar. Einnig er á síðunni tölfræði yfir helstu verkefni lögreglunnar á Sauðárkróki ásamt svæði þar sem hægt verður að nálgast eyðublöð og form fyrir flest er viðkemur skotvopnum og endurnýjun skotvopnaskírteina.  Einnig yfirlit yfir helstu lög og reglugerðir ásamt útgefnu efni, bæði frá lögreglunni á Sauðárkróki sem og öðrum lögregluembættum og  stofnunum.

Fréttir og tilkynningar frá lögreglunni munu verða birtar á vefnum og verður reynt að flytja fréttir af starfi lögreglunnar jafnóðum og þær gerast.  Fréttirnar eru  tengdar inn á fréttavefinn www.feykir.is og munu birtast þar jafnharðan.

Er það von lögreglunnar á Sauðárkróki að almenningur muni taka vel í þessa tilraun og nýti sér margmiðlunartæknina til að efla samstarf og samskipti við lögregluna á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir