Ný barnabók – Ævintýri í Eyjum
Í byrjun nóvember kemur út barnabókin Glingló, Dabbi og Rex – Ævintýri í Eyjum.
Þetta er þriðja bókin í bókaflokknum Grallarasögur þar sem sögupersónur, kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex, fræða unga lesendur um raunverulega ævintýrastaði og gefa ímyndunaraflinu um leið lausan tauminn.
|
Selma Hrönn Maríudóttir vefhönnuður og rafeindavirki er hugmyndasmiður verksins. Hún samdi vísur og texta í bókunum og sá um hönnun og uppsetningu á vefnum www.grallarar.is sem styður við bækurnar. Auk þess að semja barnaefni í frístundum hefur Selma fengist við lagasmíðar og textagerð. Sögupersónur eiga sér lifandi fyrirmyndir og byggja á gæludýrum höfundar. Teikningar eru eftir Brynhildi Jenný Bjarndóttur en hún hefur lokið mastersnámi í teiknimyndagerð.
Alvöru grallarar
Sögupersónur eru kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex sem eiga sér lifandi fyrirmyndir í Sandgerði, en persónur byggja á gæludýrum höfundar.
Íslenskir staðhættir
Grallararnir eru rammíslenskir og stoltir af landinu sínu. Hver bók er tileinkuð ákveðnum stað eða efni og áður eru út komnar bækurnar Í jólaskapi og Sumar í Sandgerði. Bækurnar eru ætlaðar börnum á aldrinum 2-6 ára. Sögurnar eru í vísnaformi vel til þess fallnar að auka orðaforða barna, en einnig sagðar á einföldu máli fyrir yngstu lesendurna.
Heimasíða og ókeypis afþreying
Félagarnir eiga heimasíðu sem heitir www.grallarar.is og þar má finna ýmsa skemmtilega leiki, vísnahorn, litabók, uppskriftir og fleira.
|
|
Ævintýri fyrir fjölskylduna
Tilgangurinn með bókunum er m.a. að kynna ungum lesendum ýmis bæjarfélög á landinu og benda á skemmtilega afþreyingu á hverjum stað sem kostar lítið nema úthaldið. Selma og fjölskylda nýta frítímann sinn vel og hafa upplifað ýmis ævintýri sem tengjast inn í bækurnar. Í sumar fór fjölskyldan til Vestmannaeyja að skoða söguslóðir og skemmti sér konungalega, enda auðvelt að rata í spennandi ævintýri í Eyjum.
40% afsláttur í forsölu
Verkið fékk styrk frá Menningarráði Suðurnesja og í tilefni þess hafa grallararnir ákveðið að bjóða 40% afslátt á Eyjabókinni í forsölu á vefnum www.grallarar.is til 1. nóvember n.k.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.