Ný barnabók – Ævintýri í Eyjum

Í byrjun nóvember kemur út barnabókin Glingló, Dabbi og Rex – Ævintýri í Eyjum
Þetta er þriðja bókin í bókaflokknum Grallarasögur þar sem sögupersónur, kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex, fræða unga lesendur um raunverulega ævintýrastaði og gefa ímyndunaraflinu um leið lausan tauminn. 


Selma og Glingló grallari

Selma Hrönn Maríudóttir vefhönnuður og rafeindavirki er hugmyndasmiður verksins. Hún samdi vísur og texta í bókunum og sá um hönnun og uppsetningu á vefnum www.grallarar.is  sem styður við bækurnar. Auk þess að semja barnaefni í frístundum hefur Selma fengist við lagasmíðar og textagerð. Sögupersónur eiga sér lifandi fyrirmyndir og byggja á gæludýrum höfundar. Teikningar eru eftir Brynhildi Jenný Bjarndóttur en hún hefur lokið mastersnámi í teiknimyndagerð. 

Alvöru grallarar
Sögupersónur eru kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex sem eiga sér lifandi fyrirmyndir í Sandgerði, en persónur byggja á gæludýrum höfundar.

Íslenskir staðhættir
Grallararnir eru rammíslenskir og stoltir af landinu sínu. Hver bók er tileinkuð ákveðnum stað eða efni og áður eru út komnar bækurnar Í jólaskapi og Sumar í Sandgerði. Bækurnar eru ætlaðar börnum á aldrinum 2-6 ára. Sögurnar eru í vísnaformi vel til þess fallnar að auka orðaforða barna, en einnig sagðar á einföldu máli fyrir yngstu lesendurna.

Heimasíða og ókeypis afþreying
Félagarnir eiga heimasíðu sem heitir www.grallarar.is  og þar má finna ýmsa skemmtilega leiki, vísnahorn, litabók, uppskriftir og fleira.


Selma og synir á Skansinum 
í Eyjum í sumar


Grallararnir á sömu slóðum

Ævintýri fyrir fjölskylduna
Tilgangurinn með bókunum er m.a. að kynna ungum lesendum ýmis bæjarfélög á landinu og benda á skemmtilega
afþreyingu á hverjum stað sem kostar lítið nema úthaldið. Selma og fjölskylda nýta frítímann sinn vel og hafa upplifað ýmis ævintýri sem tengjast inn í bækurnar. Í sumar fór fjölskyldan til Vestmannaeyja að skoða söguslóðir og skemmti sér konungalega, enda auðvelt að rata í spennandi ævintýri í Eyjum.

40% afsláttur í forsölu
Verkið fékk styrk frá Menningarráði Suðurnesja og í tilefni þess hafa grallararnir ákveðið að bjóða 40% afslátt á Eyjabókinni í forsölu á vefnum www.grallarar.is  til 1. nóvember n.k.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir