Núna er komið að því

Núna er komið að því að þú kjósandi góður gerir upp hug þinn, hvernig þú vilt hafa næstu 4 ár hérna í sveitafélaginu.   Skuldir Sveitarfélagsins hafa aukist og talnaleikfimi meirihlutans er ekki trúverðug og höfum það í huga að tæpar 5.000 milljónir eru miklir peningar.

Stærsta mál næstu sveitarstjórnar verður að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins og koma þeim aftur á rétta braut, með þessu er ég ekki að segja að hérna sé allt í kalda kolum heldur verður það ef ekki verður gripið inn í strax og til þess þarf ábyrga aðila.  Við sem stöndum saman að framboði Sjálfstæðisflokksins erum hópur sem til er í að vinna saman að þessu með ykkur íbúum sveitarfélagsins.   Við treystum okkur til þess og teljum að við höfum reynslu og hæfileika til þess.

Þegar að ég fór að blanda mér í mál sveitarfélagsins þá kom mér á óvart að þegar að talað er um fjárhag sveitarfélagsins þá er fyrsta orðið sem ég heyrði þegar að endar ná ekki saman  „skera niður“.   Í þeim heimi sem að ég hef lifað í, þá er það fyrsta hugsun manns að reyna að auka tekjurnar ef að endar ná ekki saman.   Hérna er búið að tala um hin ýmsu verkefni til að auka atvinnu á síðasta kjörtímabili, Koltrefjaverksmiðju, Basalttrefjaverksmiðu, Gagnaver, Orf líftækni o.fl., o.fl., o.fl. og nú finnst mér nóg hafa verið talað um þessi verkefni og ég tilbúinn að setja mína krafta í það að þessi verkefni eða einhver önnur líti dagsins ljós.   Við þurfum á því að halda að stjórnendur sveitafélagsins hugsi á sömu nótum.

Fá mál hafa verið áberandi í aðdraganda þessara kostningar fyrir utan að ná tökum á fjármálunum, Árskóli er það mál sem að sennilega kemur þar á eftir, enginn getur lofað framkvæmd upp á rúmar 1.000 miljónir án þess að vera að slá ryki í augu kjósenda.  Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum áfangaskipta uppbyggingu Árskóla og því viðhaldi sem er samfara því verkefni og gerum við  okkur grein fyrir því að svona stórt verkefni verður alltaf erfitt fyrir sveitarfélagið til að fara í.

Árskóli er komin til að vera á þeim stað sem að hann er á, og á hann því að byggjast upp þar með allar sínar þarfir og án Menningarhúss.  Íþróttavöllurinn á vera á þeim stað sem að hann er á núna og það er óþarfi að hrófla við honum þrátt fyrir stækkun Árskóla, ef ég fæ einhverju ráðið þá skulu þessi tvö svæði verða áfram hlið við hlið.

Kjósandi góður, öll erum við tilbúinn að leggja okkar að mörkum til að gera sveitarfélagið okkar áfram að þeim stað sem að við viljum búa á. Settu því X við D.   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir