Nú vantar bara snjóinn
feykir.is
Skagafjörður, Uncategorized
10.12.2009
kl. 17.01
Það vantar ekki jólaljósin á Krókinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem voru teknar á Nöfunum í fallegu veðri í morgun. Mörgum finnst þó eflaust að það vanti snjóinn til að skapa réttu stemninguna en svo eru aðrir dauðfegnir á meðan ekki snjóar.
Allir vegir eru færir í Skagafirði sem stendur, aðeins hálkublettir á veginum um Vatnsskarð og í Fljótum. Þá er Lágheiði ófær. Ekki er útlit fyrir að færð spillist á næstunni því sæmilegustu hitatölur fá finna í spám Veðurstofunnar langt fram í næstu viku.
oli@feykir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.