Nú er botninum náð

Það blæs ekki byrlega fyrir liði Tindastóls í 2. deildinni þegar tvær umferðir eru eftir af móti. Nú situr liðið á botni deildarinnar eftir að KS/Leiftur tapaði á heimavelli fyrir fyrrum botnliði Hamars úr Hveragerði. Staðan í hálfleik var 2-2 en Hvergerðingar gerðu sigurmark leiksins þegar um 10 mínútur voru til leiksloka.

Það er því ekkert annað í spilunum fyrir lið Tindastóls en að sigra þessa tvo leiki sem eftir eru ætli menn að eiga möguleika á að spila í 2. deild að ári. Og eins og allir vita sem lent hafa í kreppu þá er engin önnur leið fær en upp þegar botninum er náð!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir