Norræni skjaladagurinn 2009

Skjalasafn SkagfirðingaOpinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti. Frá 2001 hafa þau sameinast um árlegan kynningardag sem að þessu sinni er laugardagurinn14. nóvember.

Mörg skjalasöfn opna hús sín fyrir almenningi á þessum degi og vekja athygli á ákveðnum skjalaflokkum með sýningum á völdum skjölum. Eitt markmiða skjaladagsins er að efla vitund fólks um að skjalasöfn séu tryggir vörslustaðir skjala og er fólk hvatt til að hafa samband við starfsfólk skjalasafna ef það hefur undir höndum skjöl sem það veit ekki hvað á að gera við.

 Þema skjaladagsins í ár á Íslandi er „Konur og kvenfélög“ en Félag héraðsskjalavarða ásamt Kvenfélagasambandi Íslands hefur staðið fyrir átaki á söfnun skjala kvenfélaga um land allt. Á vef skjaladagsins http://www.skjaladagur.is/er sýnishorn af þeim skjölum sem kvenfélög víða um land hafa afhent á héraðsskjalasöfn auk ýmissa annarra skjala sem tengjast konum og hagsmunabaráttu þeirra.

 Í tilefni dagsins verður Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu með opið hús vikuna  23.-25.nóvember á opnunartíma safnsins sem er kl 8:00 til 15:00 mánudag til miðvikudags.

 Allir velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir