Nóg að gera hjá Húnum

Ferðin undirbúin. Mynd: Bjsv. Húnar

Síðasta þriðjudag var Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga beðin um aðstoð við að koma viðgerðarmönnum upp á Þrándahlíðarfjall vegna viðgerðar á útvarpssendi rásar 2.

 

Farið var á Hagglund beltabílnum í verkefnið sem tókst vel. Búið er að setja inn slatta af myndum sem teknar voru í ferðinni eins og segir á heimasíðu þeirra og er hægt að skoða þær í myndagrunninum.

Fyrir helgi var beðið um aðstoð sveitarinnar vegna umferðaróhapps á Holtavörðuheiði. Farið var á Húna 3, sem er Toyota Hilux, á heiðina frá Borðeyri.

 

Unglingadeildin ætlar næsta þriðjudag að æfa köfun í sundlauginni á Hvammstanga en umsjón með því verkefni hafa þeir Pési og Gísli Már.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir