Niðurstaða betri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir

Á síðasta fundi byggðaráðs Skagafjarðar voru lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar-apríl 2010.

Rekstarniðurstaða tímabilsins er betri en fjáhagsáætlun gerir ráð fyrir. Þó sá Byggðarráð ástæðu til þess að mælast til þess að í  þeim tilvikum þar sem einstakar rekstrareiningar eru að fara framúr fjárheimildum verði tekið sé á þeim vanda í tíma. Jafnframt er óskað eftir  skýringum frá viðkomandi sviðsstjórum þar sem um slíkt er að ræða í deildayfirlitinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir