Nesquick sigurvegarar á Jólamóti
Hið sívinsæla Jólamót Molduxa fór fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Færri lið komust að en vildu, 18 lið voru skráð til leiks og stigu sjálfir Moluxarnir til hliðar til að hleypa öðrum að. Samkvæmt Facebook-síðu Molduxa voru þátttakendur um 180, 30 starfsmenn og 250 áhorfendur.
Mótið hófst kl. 12 en það voru liðin Skotfélagið og Nesquick sem spiluðu æsispennandi úrslitaleik og voru það liðsmenn Nesquick sem stóðu uppi sem sigurvegarar.
Á mótinu var Skúla V. Jónssyni veitt samfélagsviðurkenningu Molduxa fyrir dugmikið og óeigingjarnt starf á sviði íþrótta í Skagafirði.
Allur ágóði af mótinu rann til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Myndir frá mótinu má skoða á Facebook-síðu Molduxa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.