Nemendur Sjávarútvegsskóla SÞ á Hólum
feykir.is
Skagafjörður
10.11.2009
kl. 09.12
Fimm nemendur úr Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna dvelja á Hólum nú í vetur og stunda nám í fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Við Sjávarútvegsskólann stunda 19 nám hérlendis og völdu fimm að sérhæfa sig á Hólum.
Þetta er í annað sinn sem hingað kemur hópur til svo langrar dvalar. Í gegnum árin hafa nemendur Sjávarútvegsskólans notið kennslu og leiðsagnar sérfræðinga við Háskólann á Hólum þó í minna mæli sé.
Á myndinni eru frá vinstri:
Godfrey Kawooya Kubiriza frá Úganda, Isac Abel Chirindza frá Mozambík, Cletus Feyeh frá Kamerún, Adeleen Cloete frá Suður-Afríku og Belemane Semoli frá Suður-Afríku.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.