Nemendur í húsasmíði kynnast gömlu handverki

Frá Tyrfingsstöðum. Mynd; FNV.is

Á dögunum héldu nemendur á fimmtu önn í húsasmíði við FNV í vettvangsferð fram að Tyrfingsstöðum til að skoða uppbygginguna á gamla íbúðarhúsinu þar, en Fornverkaskólinn er með námskeiðshald þar við þá uppbyggingu.

 

Húsið er bindingsverkshús og hlaðið að því með torfi þannig að nemendur fengu að sjá hvernig á að varðveita byggingasögulegt gildi húsa. Kennari á námskeiðinu er Bragi Skúlason, sem útlistaði ýmsan fróðleik um verkefnið og  handverkið  fyrir nemendum t.d viðgerð á grind og klæðningu, efnisval o.fl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir