Nemendur Húnavallaskóla sungu að aðventukvöldi

Frá aðventukvöldi í Blönduóskirkju. Mynd Húnavallaskóli.

Sunnudaginn 7. desember var haldin Aðventusamkoma í Blönduósskirkju. Eins og mörg undanfarin ár mætti hópur barna úr Húnavallaskóla þar og söng þrjú lög. Fyrst hituðu þau upp með „Húnavallasöngnum“ en textinn er eftir Arnar Einarsson, fyrrverandi skólastjóra á Húnavöllum, við lag úr Mary Poppins.

 Því næst frumfluttu þau lag um sálartýruna eftir Ingu Báru og Eydísi Stefaníu, nemendur í leikskólakennaradeild Háskólans á Akureyri, við texta Þórarins Eldjárns. Að lokum sungu þau „Með hátíðarljóma“ eftir John Bettis og Richard  Carpender við texta Valgeirs Skagfjörð.
Samkoman var í heild hin besta skemmtun. Varla þarf að taka það fram að nemendur okkar stóðu sig með mikilli prýði og ber að þakka þeim foreldrum sem mættu þarna með börnum sínum og leyfðu þeim að taka þátt í þessari yndislegu stund í jólaundirbúningnum.
Í þriðja tíma á mánudagsmorgni komu svo allir nemendur skólans saman í Kjarna og sungu nokkur jólalög

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir