Nemendur héldu fyrirlestra um tré
feykir.is
Skagafjörður
14.12.2009
kl. 09.22
Nemendur í 5. bekk Varmahlíðarskóla hafa verið að læra um tré í náttúrufræðitímum í vetur. Í byrjun var farið út í skóg og tréin skoðuð. Nemendum var síðan skipt í hópa og hver hópur fékk eina gerð af tréi til að skoða nánar og afla sér meiri upplýsinga um.
Síðan fengu hóparnir það verkefni að kynna sitt tré fyrir hinum nemendunum í bekknum. Hóparnir bjuggu til glærufyrirlestur með aðstoð náttúrfræðikennara og umsjónarkennara. Þegar fyrirlesturinn var tilbúinn var nemendum í 4. bekk boðið að koma í heimsókn og hlusta á fyrirlesturinn. Sannarlega góð æfing fyrir framtíðina þetta. Fleiri myndir má sjá hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.