Nemendakór Árskóla endurvakinn

Jóhanna Marín og Íris Stallsysturnar Íris Baldvinsdóttir og Jóhanna Marín Óskarsdóttir munu á næstunni endurvekja nemendakór Árskóla en kórinn mun starfa í samstarfi við Barnakór Tónlistaskóla Skagafjarðar sem stofnaður var fyrir tæpu ári.

 

 

Kórinn verður í boði fyrir alla nemendur Árskóla og Tónlistaskóla Skagafjarðar en ef góð þátttaka verður mun kórnum verða skipt upp í yngri og eldri kór. -Auðvitað verða jólalögin æfð upp þegar þar að kemur en annars verður þetta bara allt í bland. Bæði lög sem þau þekkja og eru vinsæl í dag og eins þessi gömlu góðu sem við þekkjum öll, segja þær Jóhanna og Íris.

 

Verður inntökupróf í kórinn? - Nei, ekki til þess að byrja með alla vega. Við erum að fara að vinna í því að koma þessari hefð af stað að hér verði kór. Svo það verði einhvern til þess að syngja yfir okkur Jóhönnu þegar við deyjum, segir Íris og þær hlægja báðar.

 

-Þetta er að verða svolítið vandamál með endurnýjun söngfólks í kóra í Skagafirði. Því þegar ekki er barnakór verður ekki unglingakór, ekki kór í fjölbrautaskóla og í framhaldinu skilar unga fólkið sér síður í kóra á fullorðinsaldri. Skagfirðingar eru alls staðar þekktir fyrir söng og gleði. Í Skagafirði hefur verið mikið hefð fyrir söng og þetta er okkar framlag til þess að halda í gamlar hefðir., segir Jóhanna Marín.

Hvar verður hægt að skrá sig í skólann? -Það verður hægt að skrá sig hjá ritara í Árskóla, Jóhönnu Marín og Sveini í Tónlistaskólanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir