Neitar ásökunum um brot í starfi

Frá Blönduósi

Valbjörn Steingrímsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, vill ekki kannast við að hafa aðhafst neitt ólöglegt en hann hefur af fyrrum starfsmanni sínum verið kærður til Persónuverndar fyrir að hafa farið inn í sjúkraskrár sjúklinga stofnunarinnar.
Valbjörn gegnir einnig hlutverki kerfisstjóra stofnunarinnar og segist sem slíkur hafa þurft í undantekningatilfellum að fara inn í sjúkraskár til þess að laga tölvukerfið. Hann segir fjarrri lagi að hann hafi verið að skoða sjúkraskrár fólks.
Landlæknir staðfesti málið við Vísi sl. föstudag en  í samtali við Feyki fyrr í dag neitar starfsfólk embættisins að láta hafa eftir sér eitthvað um málið. Tala um að rangt hafi verið eftir landlækni haft og hjá þeim sé málið til skoðunnar.

Aðspurður segir Valbjörn að málið hafi valdið sér óþægindum og vísar á bug öllum ásökunum um ófagleg vinnubrög. Valbjörn mun á  morgun halda fund með sínu starfsfólki þar sem farið verði yfir málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir