Neistastúlkur sterkar

Stúlkurnar í 4. flokki Neista á Hofsósi sigruðu á innanhússmóti í knattspyrnu sem haldið var á Sauðárkróki á dögunum.  Tindastólsstúlkur sigruðu í 5. flokki.

Þrjú lið tóku þátt í 4. flokki, Neisti Hofsósi, Kormákur Hvammstanga og Tindastóll Sauðárkróki. Spiluð var tvöföld umferð og urðu úrslit þau að Neisti sigraði með tvo sigurleiki og tvö jafntefli en Kormákur og Tindastóll voru með jafnmörg stig og sömu markatölu í öðru til þriðja sæti. Á sama tíma kepptu Tindastóll og Hvöt í5. flokki og sigraði Tindastóll báða leikina sem spilaðir voru en ekki voru fleiri lið skráð til þátttöku.

Úrslit 5. flokkur

Úrslit 4. flokkur

     

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir