Nauðsynlegt að fækka sláturhúsum

Frá kjötafurðastöð.

Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga telur það nauðsynlegt að ná meiri hagræðingu hjá sláturleyfishöfum í landinu og gæti einn liðurinn í því verið frekari fækkun sláturhúsa á landinu.

Ágúst segir að það ætti að vera krafa bænda að efla samvinnu í rekstri afurðastöðva, fækka þeim og auka verkskiptingu. –Þannig gætum við vel staðist samkeppni á erlendum mörkuðum og skapað bætt skilyrði til sauðfjárræktar á Íslandi, segir Ágúst.

Útflutningur jókst um ríflega 9oo tonn á milli ára hjá Afurðastöð KS og segir Ágúst aukna eftirspurn vera eftir íslensku lambakjöti á erlendum mörkuðum í kjölfar þess að framboð á kjöti frá Ástralíu og Nýja Sjálandi fer minnkandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir